Skráning í klúbbinn

  Aðalfundur 2024

  Næstu mót

Skráning í mót
Leiðbeiningar
Minningarorð
  21.10.2025

Í dag kveðjum við einn af félögum klúbbsins, Gunnlaug Óskarsson.

Gulli var einn af stofnfélögum klúbbsins og var m.a. formaður mótanefndar um hríð. Gulli var hrókur alls fagnaðar og höfðingi heim að sækja. Þetta fengu svo margir félagar að njóta góðs af. Hann og Lovísa, eftirlifandi eiginkona Gulla, enduðu yfirleitt með flesta þátttakendur í skemmtimótum á vegum klúbbsins heima hjá sér í miklum gleðskap, gjarnan fram á rauða nótt. Þar var boðið upp á dýrindis guðaveigar að hætti hússins. Með þessu áttu þau svo sannarlega stóran þátt í því að skapa þann góða anda sem hefur ávallt ríkt í klúbbnum.

Við færum Lovísu, ættingjum og vinum Gulla okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Minningin um góðan félaga og vin mun lifa áfram.

Lokun sumarflata
  20.10.2025

Ágætu félagar.
Við höfum tekið þá ákvörðun að loka inn á sumarflatir. Spáð er frosti næstu dagana og aðstæður þannig að ekki er forsvaranlegt að leika inn á sumarflatir, með tilheyrandi hættu á að skaða flatirnar. Settir verða upp vetrarteigar og flöggin færð á vetrarflatirnar. Takk fyrir sumarið.

Skráningu í meistaramótið er nú lokið
  01.07.2025

Þar sem mikill fjöldi skráði sig til leiks í ár þurfum við að ræsa út í þremur ráshópum frá miðvikudegi til föstudags. Eins þurfum við að skera niður fjölda kylfinga sem leika á lokadeginum, þ.e. laugardeginum 12. júlí, þannig að 16 efstu kylfingarnir í hverjum flokki leika á þeim degi. Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á annan, þriðja og fjórða flokk karla. Þátttakendur í þessum flokkum greiða því þátttökugjald líkt og aðrir sem taka þátt í þriggja daga móti.

Þar sem svo margir eru skráðir til leiks verðum við jafnframt að hjálpast að og gæta að leikhraðanum. Dómurum verður uppálagt að fylgjast með þeim sem virða ekki reglur um leikhraða. Hámarkstími til þess að leika 9 holur er tvær klukkustundir og 10 mínútur. Í einhverjum af þeim flokkum sem leika höggleik ætlum við að bæta við þeirri reglu að ekki verði skrifað hærra skor á holu en tvöfalt par. Ber kylfingum í þeim flokkum því að taka leikbolta sinn upp á holu þegar útséð er með að höggafjöldi viðkomandi á þeirri holu nái tvöföldu pari.

Hér fyrir neðan má sjá áætlun fyrir útræsingu í mótinu.

Sunnudagur 6. júlí til þriðjudags 8. júlí


Miðvikudagur 9. júlí til föstudags 11. júlí:

Laugardagur 12. júlí:

 

 

Meistaramót GSE
  25.06.2025

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 6. - 12. júlí
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.

Skráningu lýkur sunnudaginn 29. júní klukkan 23:59.

Öldungaflokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla og kvenna, leika í þrjá daga frá sunnudeginum 6. júlí til þriðjudagsins 8. júlí.
Aðrir flokkar leika í fjóra daga frá miðvikudeginum 9. júlí til laugardagsins 12. júlí.
Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.

Leikið verður í eftirtöldum flokkum:

Karlar:
Meistaraflokkur karla: +[x]–6,5 – höggleikur (teigar: 56).
1. flokkur karla: 6,6 - 10,4 – höggleikur (teigar: 56).
2. flokkur karla: 10,5 – 15,3 – höggleikur (teigar: 56).
3. flokkur karla: 15,4 - 20,5 – höggleikur (teigar: 56).
4. flokkur karla: 20,6 - 29,5 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
5. flokkur karla: 29,6 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 60 – 70 ára - punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 70 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).

Konur:
Meistaraflokkur kvenna: +[x]–10,9 – höggleikur (teigar: 52).
1. flokkur kvenna: 11,0 – 18,9 – höggleikur (teigar: 46).
2. flokkur kvenna: 19,0,5 – 24,9 – höggleikur (teigar: 46).
3. flokkur kvenna: 25,0 – 28,9 – höggleikur (teigar: 46).
4. flokkur kvenna: 29,0 – 36,0 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).
5. flokkur kvenna: 36,1 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46)
Öldungaflokkur kvenna: 60 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).

Þátttökugjald:
Kr. 5.000 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.000 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.

Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu og fyrirkomulagi að öðru leyti, ef skráning gefur tilefni til.

Verðlaunaafhending fyrir alla flokka verður á laugardeginum um klukkan 20:00. Matur í verðlaunaafhendingu, fyrir þá sem vilja, kostar 4.000 kr.

AFMÆLISMÓT – SETBERGSVÖLLUR 30 ÁRA
  18.06.2025

OPIÐ 9 HOLU MÓT

Í tilefni af því að mánudaginn 23. júní nk. eru liðin 30 ár frá því að Setbergsvöllur opnaði formlega verður haldið opið 9 holu mót á vellinum.

Ræst út frá 09:00 til 19:00

Punktakeppni og höggleikur án forgjafar. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í tveimur flokkum, þ.e. í punktakeppninni og höggleiknum.

Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum (aðlagað að 9 holum).

VERÐLAUN:
Höggleikur af teigum 56 (karlar):
1. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 50.000.
2. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 40.000.
3. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 30.000.

Höggleikur af teigum 46 (konur):
1. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 50.000.
2. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 40.000.
3. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 30.000.

Punktakeppni (keppendur mega velja teiga (karlar og konur):
1. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 50.000.
2. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 40.000.
3. sæti: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 30.000.

Nándarverðlaun:
Næst holu á 2.: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 20.000 og 12 Pro V1 boltar.
Næst holu á 5.: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 20.000 og 12 Pro V1 boltar.
Næst holu á 8.: Vöruúttekt að fjárhæð kr. 20.000 og 12 Pro V1 boltar.

Þátttökugjald kr. 5.000. Engin teiggjöf en við bjóðum keppendum upp á vöfflu með rjóma, kaffi og heitt súkkulaði.

Allur ágóði af mótinu verður nýttur til þess að bæta æfingaaðstöðuna á vellinum, sérstaklega fyrir barna- og unglingastarf.

Skráning á golf.is undir mótaskrá.

VEGNA UNDIRBÚNINGSVINNU FYRIR MÓTIÐ VERÐUR EKKI HÆGT AÐ FARA ÚT AÐ SPILA EFTIR KLUKKAN 20:00 Á SUNNUDAGINN.

  Styrktaraðilar