Gse banner mynd

Viltu ganga í klúbbinn?

25 sep. 2017

Bændaglíman 2017 - Skráning er hafin!

Bændaglíma GSE verður sem hér segir:

Laugardaginn 30. september

Skráning er hafin!

Ræst út af öllum teigum klukkan 13:00. Mæting eigi síðar en klukkan 12:30. 

Hefðbundið keppnisfyrirkomulag, þ.e. 4 saman í liði, allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir sem eiga ekki þann bolta slá frá þeim stað sem boltinn er. 

Leiknar eru 9 holur á stóra vellinum og 9 holur á litla vellinum skv. venju. Dregið saman í lið. 

Þátttökugjald kr. 1.000. Skráning á www.golf.is. 

0 Comments

8 ágú. 2017

Munck Open

Munck Open

Þann 19. ágúst er Munck open. Mótið er punktakeppni ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Vegleg verðlaun í boði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

0 Comments

31 júl. 2017

Mátun á geggjuðum klúbbpeysum er í fullum gangi og er mátunarsett fyrir peysurnar upp í golfskála.

Mátun á geggjuðum klúbbpeysum er í fullum gangi og er mátunarsett fyrir peysurnar upp í golfskála.

Mátun á geggjuðum klúbbpeysum er í fullum gangi og er mátunarsett fyrir peysurnar upp í golfskála. síðasti dagur mátunar er á morgun þriðjudag.
Peysan verður svört með hvítum rennilás og með logo á hægri ermi . Nú er um að gera að kíkja í kaffi til Siggu og máta peysu og skrá í möppuna sem þar liggur, hvaða stærð þið viljið.

Verðið á peysunum er 4900 krónur
Greiðist inn á reikning 
0140-26-12408 kt 6302952549
Lokadagur greiðslu er 2. ágúst 2017

Endilega setjið nafn í útskýringu við greiðslu og sendið kvittun á sigruneir@advania.is  

Heyrið í mér ef eitthvað er óljóst.

0 Comments