Gse banner mynd

Viltu ganga í klúbbinn?

15 ágú. 2017

Tannhjólareglan og fleira

Tannhjólareglan:
 
Tannhjólareglan gildir ekki lengur fyrir þá sem eru búnir að spila níu holur og ætla út á seinni hringinn. Þeir sem ætla að fara út á seinni hringinn þurfa að fara í röðina ef það er einhver að bíða eftir því að komast út. 
 
Fráteknir rástímar í dag frá 17:30 - 18:00: 
 
Vegna hóps/fyrirtækis eru fráteknir rástímar frá 17:30 - 18:00 í dag. Um 9 holu mót er að ræða. 

9 holu innanfélagsmót á morgun:
 
Á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst. Punktakeppni með fullri forgjöf. Ekkert þátttökugjald. Hægt að taka frá rástíma á www.golf.is (mótaskrá) frá 15.00 til 19.00. Þeir sem spila fyrir klukkan 15:00 þurfa ekki að taka frá rástíma.

MUNCK open á laugardaginn:
 
Minnum á opna mótið næsta laugardag. Mótið er í boði MUNCK á Íslandi. Skráning og upplýsingar um mótið á www.golf.is. 

0 Comments

8 ágú. 2017

Munck Open

Munck Open

Þann 19. ágúst er Munck open. Mótið er punktakeppni ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Vegleg verðlaun í boði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

0 Comments

31 júl. 2017

Mátun á geggjuðum klúbbpeysum er í fullum gangi og er mátunarsett fyrir peysurnar upp í golfskála.

Mátun á geggjuðum klúbbpeysum er í fullum gangi og er mátunarsett fyrir peysurnar upp í golfskála.

Mátun á geggjuðum klúbbpeysum er í fullum gangi og er mátunarsett fyrir peysurnar upp í golfskála. síðasti dagur mátunar er á morgun þriðjudag.
Peysan verður svört með hvítum rennilás og með logo á hægri ermi . Nú er um að gera að kíkja í kaffi til Siggu og máta peysu og skrá í möppuna sem þar liggur, hvaða stærð þið viljið.

Verðið á peysunum er 4900 krónur
Greiðist inn á reikning 
0140-26-12408 kt 6302952549
Lokadagur greiðslu er 2. ágúst 2017

Endilega setjið nafn í útskýringu við greiðslu og sendið kvittun á sigruneir@advania.is  

Heyrið í mér ef eitthvað er óljóst.

0 Comments

28 júl. 2017

Keppni um sæti í Sveit GSE Karla 50+ verður haldinn þriðjudaginn kl 17:00

Keppni um sæti í Sveit GSE Karla 50 + á þriðjudaginn kl 17:00  1.8.2017

Fyrirhugað er að senda sveit í Íslandsmót klúbba ( sveitakeppni ) karla 50 ára og
eldri, sem fram fer á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 18, 19 og 20 ágúst
næstkomandi. Keppt verður á þriðjudaginn um 4 sæti sveitinni. Leikfyrirkomulag verður höggleik án forgjafar. Þeir sem
hafa áhuga geta skráð sig á þar til gert blað í golfskálanum eða sent póst á Sigurbjörn (Sigga) siggith1@gmail.com. fyrir þriðjudag. Umsjónamenn móts eru Jón Sig ( Johnno) og Sigurbjörn ( Siggi ) og er hægt að leita til þeirra eftir nánari upplýsingum ef þörf er á. Siggi er í síma 6443005 og Johnno í 8446803

0 Comments

20 júl. 2017

Mótaskrá 2017

Mót framundan:

Mánudagur 7. ágúst: Opna Setbergsmótið í boði Apótekarans. 

Föstudagur 11. ágúst: Innanfélagsmót - karlamót - fótboltamót Siggu - ræst út af öllum teigum klukkan 15:30. 

Laugardagur: 12. ágúst: Innanfélagsmót - kvennamót - ræst út á öllum teigum klukkan 10:00. 

Laugardagur: 19 ágúst: Opið mót í boði Munck Íslandi. 

0 Comments
123