Útleiga á Setbergsvelli

Í samræmi við samþykkt aðalfundar verður völlurinn leigður út hluta dags í nokkur skipti í sumar til fyrirtækja eða hópa. 
Föstudaginn 7. júní verður völlurinn lokaður frá 14:00 – 19:00 vegna golfmóts sjúkraþjálfara. 
Föstudaginn 14. júní verður völlurinn lokaður frá 14:00 – 19:00 vegna golfmóts félags atvinnuleikara. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 14:00 og þarf völlurinn því að vera tómur klukkan 14:00. Þeir sem ætla að spila um morguninn verða því að hafa lokið leik fyrir þann tíma. Völlurinn opnar aftur klukkan 19:00.
Föstudaginn 21. júní verður völlurinn lokaður frá klukkan 10:00 vegna golfmóts Hreyfingar,  Grand hótel og Nýherja. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 12:00 og þarf völlurinn því að vera tómur klukkan 12:00. Þeir sem ætla að spila um morguninn verða því að hafa lokið leik fyrir þann tíma. 
Fimmtudaginn 27. júní verður völlurinn lokaður frá klukkan 14:30 til klukkan 19:00 vegna golfmóts Actavis. Félagar geta farið út að spila fram til 14:20 og eftir klukkan 19:00, þ.e. ekki er ræst út af öllum teigum í mótinu hjá Actavis. 
Föstudaginn 28. júní verður völlurinn lokaður frá klukkan 14:00 vegna golfmóts Tölvumiðlunar og félags dansara. Mót Tölvumiðlunar er 9 holur og er ræst út frá klukkan 14:00. Golfmót félags dansara er 18 holu golfmót og verður ræst út af öllum teigum klukkan 18:00. Það verður því hægt að fara út eftir að Tölvumiðlun hefur ræst út en þeir þurfa að hafa lokið leik fyrir klukkan 18:00. 
Föstudaginn 23. ágúst verður völlurinn lokaður frá klukkan 16:30 – 19:00 vegna golfmóts Actavis. Mót Actavis er 9 holur og er ræst út af öllum teigum og þarf völlurinn því að vera tómur klukkan 16:30. Völlurinn opnar aftur klukkan 19:00. 
Föstudaginn 7. september verður völlurinn lokaður hluta dags. Nánari upplýsingar síðar. 
Við bendum félögum á vinavellina. Tilvalið að taka sig saman á framangreindum dagsetningum og prófa einhvern af þeim þremur völlum sem klúbburinn er með vinavallasamning við.