Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   11.6 -  17.6
Vikan 11. - 17. júní. 
Beðist er velvirðingar á því hversu seint á mánudegi þetta er sent. Nokkrir fastir liðir falla niður að þessu sinni. 
Dagskrá vikunnar:
 
Í gær:
 
Í gær voru fráteknir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum frá klukkan 17:00 til 18:30
 
Áðan:
Strákarnir ætluðu sem fyrr að hittast og gerðu það vonandi klukkan 17:00
Eldri strákarnir, þ.e. þeir sem ætla að reyna að komast í öldungasveitina, spila á þriðjudögum um sæti í sveit klúbbsins í sveitakeppni öldunga.  
 
Miðvikudagur - GÓU MÓT:
Á morgun miðvikudag geta þeir sem vilja tekið þátt í 9 holu móti (Góu mót). Þeir sem ætla að vera með láta vita í golfskálanum áður en farið er út og borga 500 kr. þátttökugjald. Þeir sem vilja geta spilað 2 x 9 holur og borga þá 1.000 kr. þátttökugjald. 
Ekki er hægt að taka frá rástíma. Bara mæta og spila og láta vita áður ef félagar ætla að taka þátt í mótinu. 
Föstudagur:
Fráteknir rástímar:
Á föstudaginn eru fráteknir rástímar frá klukkan 15:00 til 15:30 (3 - 4 holl frá styrktaraðila sem fara 9 holur á stóra vellinum).  
Laugardagur:
Mögulega verður skellt á innanfélagsmóti á laugardagskvöldið. Tilvalið að jafna sig eftir landsleikinn með því að spila 18 holur. Ef mótið verður haldið, þá verður það auglýst á fimmtudaginn á heimasíðunni www.gse.is og facebook Alli R í GSE. 
Fréttir af starfinu síðustu daga:
Á þriðjudaginn var haldið nýliðanámskeið og á föstudaginn mættu nokkrir félagar og máluðu skálann og pallinn. Tókst þetta virkilega vel og er öllum þeim sem hjálpuðu til færðar bestu þakkir. Myndir má sjá inn á Alli R í GSE á facebook. 
Vallarmál:
Í síðustu viku voru flatir og teigar sandaðir og borið á flatir. 
Stefnt er að því að opna æfingasvæðið um helgina.
 
Barnanámskeið:
 
Því miður liggur ekki enn fyrir hvenær barnanámskeið verður haldið hjá klúbbnum í sumar.