Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   19.8 -  25.8

Þriðjudagur.

Karlagolf frá 17:00 til 18:00.
Útræsing, leikhraði og fleira.

Það sem eftir lifir sumars þá ætlum við að reyna að bæta eftirlit með útræsingu á völlinn, leikhraða og að almennum reglum um umgengni á vellinum sé fylgt.

Hugmyndin er að fá nokkra félaga til þess að taka að sér eina eða fleiri vaktir frá klukkan 16:00 á daginn til cirka 19:00. Ef þú hefur áhuga á því að hjálpa til og taka að þér eina vakt þá máttu endilega senda póst á gse@gse.is, hringja í golfskálann eða mæta í golfskálann í kvöld klukkan 21:00 þar sem við ætlum að skipuleggja verkefnið. Klúbburinn hefur fjárfest í rafmagnshjóli sem verður til reiðu fyrir ræsi til þess að keyra út á völl.

Miðvikudagur.

Fráteknir rástímar fyrir hóp sem byrjar að spila á nokkrum teigum klukkan 17:30 (35 - 40 kylfingar). Ekki verður hægt að fara út að spila eftir klukkan 16:20 til þess að nægjanlega margir teigar verði lausir klukkan 17:30.

Fimmtudagur:

Fráteknir rástímar frá klukkan 15:50 til 16:30.

Hópar og fráteknir rástímar:

Við höfum ávallt reynt að halda því í lágmarki að taka frá rástíma fyrir hópa. Ennfremur hefur stefnan verið að fækka mótum á vellinum. Við fáum ótal beiðnir frá fyrirtækjum og hópum þar sem óskað er eftir því að taka frá rástíma. Við höfnum flestum en höfum samþykkt að taka frá tíma fyrir nokkra aðila og þá sérstaklega þá sem styrkja klúbbinn. Til viðbótar við þá rástíma sem eru fráteknir í þessari viku þá er búið að samþykkja að taka frá rástíma föstudaginn 30. ágúst frá cirka 15:00 til 17:00 og laugardaginn 31. ágúst frá 9:00 til 9:30. Við munum ekki samþykkja fleiri beiðnir um að taka frá rástíma fyrir hópa það sem eftir lifir sumars.

Fréttir úr starfinu:

Áskorendamótaröð unglinga:

Áskorendamótið á laugardaginn gekk mjög vel. Úrslit og myndir má sjá á golf.is. Mótsstjórn var í höndum Arnars Björnssonar, Þórarins Sófussonar og Péturs Einarssonar. Dómari í mótinu var Elísabet Gunnarsdóttir. Var almenn ánægja meðal keppenda með framkvæmd mótsins.

Sveitakeppni GSÍ:

Um síðustu helgi tóku sveitir klúbbsins í karla- og kvennaflokki þátt í Íslandsmóti golfklúbba - eldri kylfinga.
Konurnar kepptu í Öndverðarnesi í 2. deild og enduðu í 6. sæti.

Karlarnir kepptu á Flúðum í 2. deild og enduðu í 4. sæti.

Mót framundan:

Laugardaginn 14. september: Bangsamótið - innanfélagsmót (karlar á móti konum).
Laugardaginn 5. október: Bændaglíman - innanfélagsmót.