Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   27.5 -  3.6.

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur:

Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á mánudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Þriðjudagur:

Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á þriðjudögum. Þeir sem vilja geta tekið þátt í verðlaunapotti (500 kr. þátttökugjald).

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Miðvikudagur:

Innanfélagsmót: Forkeppni bikars – karlar og konur.

Í forkeppninni eru leiknar 9 holur. 16 efstu með forgjöf (punktar) komast áfram og leika útsláttarkeppni. Í útsláttarkeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð.

Nánar um mótið á www.golf.is. Hægt verður að taka frá rástíma frá 15:00 til 18:00. Einnig er heimilt að fara út fyrr um daginn (látið vita í golfskála áður en leikur hefst og greiðið þátttökugjald).

Fréttir af starfinu síðustu viku:

Engin mót voru í síðustu viku.

Önnur mál:

Vallarmál:

Í síðustu viku var áburður borinn á allar flatir. Ennfremur var settur sandur á flatirnar. Vökvunarkerfið var sett í gang í gær. Næstu daga er fyrirsjáanlegt að það verði þurrt veður og það má því gera ráð fyrir því að flatir verði vökvaðar seint á kvöldin eða snemma á morgnana.

Klúbburinn fékk afhenda nýja sláttuvél til þess að slá karga á vellinum í síðustu viku.

Hafin er vinna við að koma upp salernisaðstöðu við 6. teig. Þeir vinnu lýkur vonandi í vikunni.

Stefnt er að því að kúluvélin fyrir æfingasvæðið verði sett í gang um næstu helgi.

Um helgina tóku ungmenni golfbíl ófrjálsri hendi og óku um völlinn. Keyrðu m.a. inn á flatir og skemmdu stangir. Því miður eru för eftir þetta á 1. og 9. flöt. Þetta uppátæki ásamt innbrotum í golfskálann í vetur gerir það að verkum að við þurfum að koma upp myndavélum við skálann. Við höfum óskað eftir tilboðum og verður vonandi gengið frá þessu á næstu dögum.

Heimsókn strákanna til GS 31. maí n.k.:

Minnum á að strákarnir ætla að kíkja í heimsókn til Golfklúbbs Suðurnesja á föstudaginn. Nánari upplýsingar inn á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega takið daginn frá.

Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
Pokamerki þeirra sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds eru tilbúin til afhendingar í golfskálanum. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).

Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.