Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Staðarreglur
Staðarreglur á Setbergsvelli 
1.   Vallarmörk eru hvítir hælar meðfram 1., 2., 3. og 9. braut.
2. Eftirfarandi er hluti vallar
  • Öll mannvirki önnur en ofaníbornir vegir og stígar
  • Gamlar Heyvinnsluvélar
3. Fjarlægðarhælar, Auglýsingaskilti, ruslafötur og bekkir á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1. Engin lausn fæst samkvæmt reglu 15.2.
4. Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan: Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1).
Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað, Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:

Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis:
  • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
  • Það verður að vera á almenna svæðinu. Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.
5. Ef bolti er innan vítasvæðis fyrir aftan flöt á holum 1, 3, 4, 6  og 8 og  það er vitað eða nánast öruggt að bolti stöðvaðist innan vítasvæðisins, má leikmaðurinn taka aðra af eftirfarandi lausnum, gegn einu vítarhöggi: 
  • Taka lausn samkvæmt reglu 17.1.
  • Viðbótarmöguleiki:  að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á fallreiti séu þeir til staðar við viðkomandi holur. Fallreitir eru merktir með skilti sem á stendur “Fallreitur”og er lausnarsvæðið ein kylfulengd frá skiltinu, þó ekki nær holu..  Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
 

Að öðru leyti skal leika samkvæmt golfreglum “Rules of Golf as approved by R & A Rules Limited and The United States Golf Association” 
Víti fyrir að leika bolta af röngum stað í bága við staðarreglunar: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.