Staðarreglur
 1. Vallarmörk eru hvítir hælar meðfram 1., 2., 3. og 9. braut.
 2. Eftirfarandi er hluti vallar
  • Öll mannvirki önnur en ofaníbornir vegir og stígar
  • Gamlar Heyvinnsluvélar
 3. Fjarlægðarhælar, Auglýsingaskilti, ruslafötur og bekkir á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1. Engin lausn fæst samkvæmt reglu 15.2.
 4. Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan:

  Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1).

  Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað,  Eitt skorkort frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:

  Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis:

  • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
  • Það verður að vera á almenna svæðinu.

  Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.

 5. Ef bolti er innan vítasvæðis fyrir aftan flöt á holum 1, 3 og 8 og  það er vitað eða nánast öruggt að bolti stöðvaðist innan vítasvæðisins, má leikmaðurinn taka aðra af eftirfarandi lausnum, gegn einu vítahöggi

  • Taka lausn samkvæmt reglu 17.1

  • Viðbótarmöguleiki:  að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á fallreiti sem eru staðsettir við viðkomandi holur. Fallreitir eru merktir með skilti sem á stendur “Fallreitur”  og er lausnarsvæðið ein kylfulengd frá skiltinu, þó ekki nær holu. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
 6. Ferli þegar ráshópur er úr stöðu í mótum

  • Dómarar munu fylgjast með leikhraða og ákveða hvort ráshópur sem er „úr stöðu“ skuli tímamældur. Metið verður hvort einhverjar nýlegar kringumstæður réttlæti töfina, svo sem tímafrekur úrskurður, týndur bolti, ósláanlegur bolti o.s.frv. 
   Ef ákveðið er að tímamæla leikmennina geta allir leikmenn í ráshópnum átt von á að vera tímamældir. Dómari mun upplýsa leikmennina um að þeir séu „úr stöðu“ og að verið sé að tímamæla þá.Í sérstökum undantekningartilvikum kann að vera að einn eða tveir leikmenn af þremur séu tímamældir, í stað alls ráshópsins.

  • Hámarkstími fyrir hvert högg er 40 sekúndur.
   10 sekúndur til viðbótar eru heimilaðar fyrir fyrsta leikmann til að slá af teig. 
   Tímamæling mun hefjast þegar leikmanninum hefur gefist nægur tími til að komast að bolta sínum, komið er að leikmanninum að leika og hann er fær um að leika án truflana. Tími til að ákvarða fjarlægðir og að velja kylfu er innifalinn í tímanum fyrir næsta högg.
   Á flötinni mun tímamæling hefjast þegar leikmaðurinn hefur fengið eðlilegan tíma til að lyfta bolta sínum, hreinsa hann og leggja hann aftur, lagfæra skemmdir sem trufla leiklínu hans og að fjarlægja lausung í leiklínunni. Tími við að skoða leiklínuna aftan við holuna telst hluti tímans fyrir næsta högg.
   Hver tímamæling hefst þegar dómari ákveður að komið er að leikmanni að leika og hann getur leikið án truflana.
   Tímamælingum lýkur þegar ráshópur er aftur í stöðu og leikmönnum verður tilkynnt um það.
   Víti fyrir brot á lið 6:
   • Fyrsta brot - Eitt högg, 
   • Annað brot – Almennt víti ( 2 högg )
   • Seinna brot – frávísun      

       Að öðru leyti skal leika samkvæmt golfreglum “Rules of Golf as approved by R & A Rules Limited and The United States Golf Association”

       Víti fyrir að leika bolta af röngum stað í bága við staðarreglunar: Almennt víti ( 2 högg / holutap ) samkvæmt reglu 14.7a.