Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   24.8 -  30.8

Rástímaskráning á öllum tímum. Við minnum á að nú þarf að skrá sig á rástíma. Félagar geta skráð sig á rástíma með allt að þriggja daga fyrirvara. Aðrir geta skráð sig á rástíma sama dag og daginn áður. 

Dagskrá vikunnar: 

Mánudagur og þriðjudagur: 

Hefðbundið kvenna- og karlagolf. Sjá nánar á facebook-síðum kvenna- og karlaklúbbsins.   

Fimmtudagur: 

Á fimmtudaginn er búið að taka frá rástíma frá 14:30 til 18:00 vegna golfmóts starfsmanna Actavis.  

Laugardagur

Innanfélags – kvennamót. Ræst út af öllum teigum klukkan 15:00. Nánar um mótið á facebook – síðunni hjá konunum (Kvennaklúbbur GSE). 

Vegna kvennamótsins þá eru fráteknir rástímar frá klukkan 13:00 á laugardaginn þar sem þeir sem leika fyrir klukkan 15:00 þurfa að ljúka leik fyrir þann tíma. 

Karlahópurinn ætlar að skella sér í ferð á Hellu og á frátekna rástíma frá klukkan 10:00-11:20. Þeir ætla að skella upp móti og gera sér glaðan dag. Nánari upplýsingar á Allir í GSE og á facebook – síðu karlanna (Karlaklúbbur GSE). Flatargjaldið er 5.000 kr. en vinavallagjaldið gildir ekki þegar teknir eru frá rástímar fyrir svona marga. 

Æfingar hjá krakkahópnum: 

Í haust verður ein æfing í viku, þ.e. á fimmtudögum klukkan 17:00. Við ætlum að stofna spjall í messenger á Facebook til þess að koma skilaboðum til þeirra sem eru að æfa. Þeir sem vilja vera aðilar að þessu spjalli mega vinsamlegast láta þjálfarana vita eða senda skilaboð á gse@gse.is

Hrafn og Arna skiptast á að sjá um æfingarnar. 

Áskorendamót unglinga s.l. laugardag: 

Áskorendamót unglinga á vegum Golfsambands Íslands var haldið á Setbergsvelli s.l. laugardag. Mótið tókst mjög vel. Úrslit og myndir má sjá inn á golf.is og Allir í GSE.