Aðalfundur

  Fréttabréf vikunnar

  Skráning í klúbbinn
Árgjöld 2020
  14.01.2020

Aðalfundur GSE var haldinn þann 3. desember s.l. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá skýrslu stjórnar fyrir 2019.

Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2020 sem eru svohljóðandi:

•       18 ára og yngri: kr. 24.000.
 
•       19 - 25 ára: kr. 48.000.

•       Aðrir: kr. 72.000.

Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.

Árgjöldin eru óbreytt frá því í fyrra.  

Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:

1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.

2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl. Enginn aukakostnaður bætist við ef greiðsluseðlar birtast í heimabanka. Ef félagar óska eftir því að fá heimsenda greiðsluseðla þá skulu þeir láta vita sérstaklega. Innheimtukostnaður bætist við hvern heimsendan greiðsluseðil.

3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 20. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.
 
Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360.

Að lokum óskum við félagsmönnum gleðilegs árs.

Stjórnin.   

  Styrktaraðilar