Mótaskrá 2017

29
maí
GSE Kvenna
Almennt
31
maí
Bikarmótið fyrsta Góumót
Almennt
02
júní
Mens Section vs GSE kvenna
Almennt
05
júní
Opna Stuðningsaðila mótið
Almennt
12
júní
GSE Kvenna
Kvennahittingur
Öll mót
Öll mót í pdf skjali
Viltu ganga í klúbbinn?


Nýjar reglur 2016

Fréttir

25

maí

2017

Forkeppni bikars


 

Forkeppni bikars 2017

Miðvikudaginn 31. maí.  

Ræst verður út frá klukkan 11:00 til 13:00 og frá klukkan 16:00 til 18:00.

Þátttökugjald er kr. 1.500.Leikin er punktakeppni með fullri forgjöf. 16 efstu í karlaflokki og 16 efstu í kvennaflokki komast áfram og leika útsláttarkeppni. Í útsláttarkeppninni er leikin holukeppni með forgjöf.

Skráning og nánari upplýsingar á www.golf.is undir mótaskrá. 

5

maí

2017

Hreinsunardagur og opnun sumarflata


 

Við minnum á vinnuna sem hefst klukkan 16 í dag. Vinnan stendur yfir til klukkan 18. Eftir vinnuna verður opnað inn á sumarflatir og verður ræst út af öllum teigum samtímis. Þeir sem taka þátt í vinnunni ganga fyrir.   

Helstu verkefni:   Týna rusl. Jafna sand í glompum.  Mála gám og fleira. Ef félagar geta tekið með sér sköfu/vírbursta/pensil þá væri það mjög vel þegið.  Setja upp gardínur, vinnuborð og skáp í golfskála. Þeir sem eru handlagnir mega endilega bjóða sig fram í þetta verkefni. 

 Boðið verður upp á pylsur og gos að vinnu lokinni. 

1

maí

2017

Mótaskrá 2017

Eins og s.l. ár þá verða kvennatímar á mánudögum og karlatímar á þriðjudögum.


 

Athugið að neðangreind dagskrá kann að breytast eitthvað:

19. maí 2017      GSE konur – hittingur í golfskálanum.
22. maí 2017      GSE konur – fyrsta mánudagsgolf.
23. maí 2017      GSE karlar – fyrsta þriðjudagsgolf.
26. maí 2017      Föstudagssprell - innanfélagsmót
31. maí 2017      Bikarkeppni.
2. júní 2017        GSE konur vs GSE karlar.
5. júní 2017        Opið mót.
19. júní 2017      GSE karlar vs vinaklúbbur.
21. júní 2017      Góu mót – innanfélagsmót.
24. júní 2017      Góu mót – innanfélagsmót.
30. júní 2017      GSE konur – innanfélagsmót.
5. – 8. júlí 2017  Meistaramót.
15. júlí 2017       Opið mót.
21. júlí 2017       GSE karlar – fótboltamót.
24. júlí 2017       GSE konur – litli og stóri völlur.
26. júlí 2017       Góu mót - innanfélagsmót
7. ágúst 2017     Opna Setbergsmótið.
11. ágúst 2017   Föstudagssprell – innanfélagsmót
19. ágúst 2017   Opið mót
26. ágúst 2017   GSÍ mót
30. sept. 2017    Bændaglíman

1

maí

2017

Vinavellir


Gerðir hafa verið gagnkvæmir vinavallasamningar við eftirtalda golfklúbba:

Golfklúbburinn Hellu: Félagar fá 50% afslátt af vallargjaldi. 
Golfklúbbur Borgarness: Félagar greiða kr. 3.000 í vallargjald. 
Golfklúbbur Suðurnesja: Félagar greiða kr. 1.500 í vallargjald. 

29

apr.

2017

Hreinsunardagur, opnun sumarflata og afhending félagsskírteina/pokamerkja


Hreinsunardagur og opnun sumarflata.  

Stefnt er að því að hafa hreinsunardag föstudaginn 5. maí n.k. frá klukkan 16 til 18. Í framhaldi af vinnunni verður opnað inn á sumarflatir. Fyrirkomulagið verður nánar auglýst síðar.    Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og ætti að vera í fínu ástandi í sumar.  

Félagsskírteini og pokamerki.   

Félagsskírteini/pokamerki og kvittanir fyrir árgjaldi verður/verða afhent í golfskálanum frá og með þriðjudeginum 2. maí n.k. Félagsskírteini/pokamerki verður/verða afhent frá klukkan 16 til 18 virka daga og frá klukkan 10 til 12 á laugardögum.  
12345678910 Last
20 ára afmæli GSE

Í tilefni 20 ára afmælis GSE kom Páll Ketilsson hjá kylfingur.is í heimsókn og tók viðtal við Högna formann auk þess sem hann fór yfir sögu klúbbsins. Myndbandið má sjá hér:
GSE 20 ára


Styrktaraðilar

Setbergsvöllur - 1994 | Fagrabergi 30 | 221 Hafnarfjörður