Viltu ganga í klúbbinn?


Nýjar reglur 2016

Fréttir

12

apr.

2017

Nýr rekstraraðili golfskálans


Jana og Tommi óskuðu eftir því í vetur að hætta með rekstur golfskálans. Þau voru klúbbnum innan handar við að finna nýjan rekstraraðila, Sigríði Lilju Samúelsdóttur, sem klúbburinn hefur nú gengið til samninga við. 

Jana og Tommi ætla að vera áfram í klúbbnum og hlakka til að fá sér svalandi drykk hjá nýjum rekstraraðila eftir góðan hring á vellinum. Þau óska Sigríði góðs gengis. 

Á myndinni eru Jana, Tommi og Sigríður, eftir að Sigríður fékk lyklana að golfskálanum afhenta. 

Golfklúbburinn Setberg þakkar Tomma og Jönu kærlega fyrir þeirra störf og aðkomu að starfi klúbbsins á s.l. árum. Við bjóðum Sigríði velkomna til starfa. 

25

nóv.

2016

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs


Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs verður haldinn þriðjudaginn 6. desember 2016 að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, í sal félags eldri borgara í Hafnarfirði (Hraunsel). 

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.


Dagskrá:

Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.

1.    Skýrsla formanns.
2.    Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3.    Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4.    Ákveðið árgjald og önnur gjöld  fyrir næsta starfsár.
5.    Stjórnarkosning.
       5.1. 
Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.

       5.2. Kosning formanns.
6.    Kosning tveggja skoðunarmanna.

7.    Önnur málefni ef einhver eru.


Engar tillögur liggja fyrir um breytingu á lögum klúbbsins. Í samræmi við lög klúbbsins er fundarritara og fundarstjóra skylt að ganga frá fundargerð fundarins. 

Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.

 

22

sep.

2016

Innanfélagsmót


Föstudaginn 23. september. 

9 holu punktakeppni. 

Ræst út frá 14:30 - 17:00. 

Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Nándarverðlaun á 2. og 5. braut. 

Skráning á www.golf.is eða í síma 565 5690. 

Þátttökugjald kr. 1.000.

30

ágú.

2016

Völlurinn lokaður hluta dags miðvikudaginn 31. ágúst


Vegna golfmóts Mekka verður völlurinn lokaður hluta dags, miðvikudaginn 31. ágúst. 

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 14:00 og verða þeir sem spila fyrir þann tíma að hafa lokið leik fyrir klukkan 14:00. 

Um 9 holu mót er að ræða og er gert ráð fyrir að því verði lokið um klukkan 17:30. Ef margir félagar bíða eftir því að komast út þegar mótinu lýkur þá verður ræst út af nokkrum teigum. Það er sérstaklega áréttað að þeir sem byrja á öðrum teigum en fyrsta teig eiga forgang þegar þeir hafa lokið leik á níundu braut og fara yfir á fyrstu braut. (Það er hægt að ræsa allt að 56 kylfinga á sama tíma með þessum hætti). 

29

ágú.

2016

Seinni níu á virkum dögum - tannhjólareglan


Tannhjólareglan gildir ekki lengur fyrir þá sem ætla út á seinni hringinn á virkum dögum. Þeir sem ætla að fara út á seinni hringinn þurfa að fara í röðina ef það er einhver að bíða eftir því að komast út. 

Rökin fyrir framangreindri reglu eru að þá komast fleiri félagar 9 holur fyrir myrkur þá daga sem mikil aðsókn er á völlinn. Ennfremur liggur betur fyrir hversu löng bið er eftir því að komast út þegar félagar mæta á völlinn. 
12345678910 Last
20 ára afmæli GSE

Í tilefni 20 ára afmælis GSE kom Páll Ketilsson hjá kylfingur.is í heimsókn og tók viðtal við Högna formann auk þess sem hann fór yfir sögu klúbbsins. Myndbandið má sjá hér:
GSE 20 ára


Styrktaraðilar

Setbergsvöllur - 1994 | Fagrabergi 30 | 221 Hafnarfjörður